Afhending Björn Traustason frá Bjargi afhendir Hjördísi Björk Þrastardóttur lykla að íbúðinni.
Afhending Björn Traustason frá Bjargi afhendir Hjördísi Björk Þrastardóttur lykla að íbúðinni.
Bjarg íbúðafélag afhenti í gær fimmhundruðustu íbúð félagsins við hátíðlega athöfn. Bjarg er leigufélag að danskri fyrirmynd sem stofnað var árið 2016 af ASÍ og BSRB og hefur það markmið að tryggja öruggt húsnæði á viðráðanlegu verði.

Bjarg íbúðafélag afhenti í gær fimmhundruðustu íbúð félagsins við hátíðlega athöfn. Bjarg er leigufélag að danskri fyrirmynd sem stofnað var árið 2016 af ASÍ og BSRB og hefur það markmið að tryggja öruggt húsnæði á viðráðanlegu verði. Félagið var byggt upp frá grunni og sumarið 2019 var fyrsta íbúð Bjargs afhent.

Nú tveimur árum síðar er félagið að afhenda til leigu 500. íbúð félagsins sem er í Gæfutjörn í Úlfarsárdal. Lykla að íbúðinni fékk Hjördís Björk Þrastardóttir úr hendi Björns Traustasonar, framkvæmdastjóra Bjargs. Viðstödd afhendinguna voru Sonja Þorbergsdóttir, formaður BSRB, og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.

Haft er eftir Birni í fréttatilkynningu að Bjarg hafi lækkað leiguverð í kjölfar endurfjármögnunar sl. sumar. Þannig sé dæmigerð leiga fyrir þriggja herbergja íbúð á höfuðborgarsvæðinu um 155 þúsund krónur. Í Þorlákshöfn sé sambærileg íbúð leigð á um 125 þúsund krónur. Björn segir eftirspurn eftir íbúðum félagsins mikla og stefnt sé að áframhaldandi uppbyggingu til að ná betra jafnvægi í framboðinu. Til að svo megi verða telur Björn að þörf sé áfram á stuðningi við almenna íbúðakerfið, ásamt stöðugu lóðaframboði.

Íbúðir Bjargs í leigu, í byggingu eða á hönnunarstigi eru í Grafarvogi, Kirkjusandi, Árbæ, Vogahverfi, Úlfarsárdal, Bryggjuhverfi, Selási, Skerjafirði, Breiðholti og Háaleitisbraut í Reykjavík. Þá er félagið einnig með íbúðir í Hamranesi í Hafnarfirði, Urriðaholti í Garðabæ, á Akureyri, Selfossi, Akranesi, Þorlákshöfn, Hveragerði, Grindavík og Suðurnesjabæ.