Aaron Tveit
Aaron Tveit
Söngleikurinn Moulin Rouge!, eða Rauða myllan!, hlaut flest verðlaun þegar bandarísku Tony-leikhúsverðlaunin voru afhent um helgina eða tíu alls. Söngleikurinn er byggður á kvikmynd Baz Luhrmanns frá árinu 2001 og hófust sýningar á ný 24.
Söngleikurinn Moulin Rouge!, eða Rauða myllan!, hlaut flest verðlaun þegar bandarísku Tony-leikhúsverðlaunin voru afhent um helgina eða tíu alls. Söngleikurinn er byggður á kvikmynd Baz Luhrmanns frá árinu 2001 og hófust sýningar á ný 24. september eftir langt hlé vegna Covid. Er söngleikurinn áströlsk framleiðsla og sá fyrsti sem slíkur sem hlýtur Tony-verðlaun sem besti söngleikur. Var hann tilnefndur til 14 verðlauna og af þeim sem hann hlaut má nefna verðlaun fyrir besta leikara í söngleik en þau hlaut Aaron Tveit. Þá var söngleikurinn verðlaunaður fyrir búningahönnun, lýsingu, hljóð, danshönnun og leikstjórn, svo nokkur verðlauna til viðbótar séu nefnd. Á Tony-hátíðinni var því sérstaklega fagnað að sýningar væru hafnar í leikhúsum á ný eftir langt Covid-hlé.