Leifsstöð Breytingar verða á kröfum um veirupróf frá 1. október.
Leifsstöð Breytingar verða á kröfum um veirupróf frá 1. október. — Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Kórónuveiran heldur áfram að malla í samfélaginu. Í gær var tilkynnt að 32 smit hefðu greinst deginum áður, þar af 18 utan sóttkvíar. Áberandi mörg sýni voru tekin, samanborið við síðustu daga, en fjöldi sýna sl. þriðjudag var sá mesti síðan 6.

Kórónuveiran heldur áfram að malla í samfélaginu. Í gær var tilkynnt að 32 smit hefðu greinst deginum áður, þar af 18 utan sóttkvíar.

Áberandi mörg sýni voru tekin, samanborið við síðustu daga, en fjöldi sýna sl. þriðjudag var sá mesti síðan 6. september síðastliðinn. Níu lágu í gær á sjúkrahúsi vegna Covid-19, þar af þrír á gjörgæslu.

Fimm smit greindust við landamærin. Fjögur þeirra töldust virk en í einu tilviki var mótefnamælingar beðið. Fjórtán daga nýgengi innanlands á hverja 100.000 íbúa stendur nú í 115,1. Nýgengið á landamærunum er nú 6,5. Alls voru 855 manns í sóttkví í gær, 355 í einangrun og 507 í skimunarsóttkví.

Heilbrigðisráðuneytið greindi frá því í gær að frá og með 1. október falli niður krafa um að einstaklingar með tengsl við Ísland þurfi að framvísa neikvæðu kórónuveiruprófi við komu til landsins.

Sem fyrr þurfi þeir þó að fara í sýnatöku eftir komu til landsins, að undanskildum börnum sem fædd eru 2005 og síðar. Tekið er fram í tilkynningunni að heilbrigðisráðherra hafi ákveðið þetta í samræmi við tillögur sóttvarnalæknis. Gert sé ráð fyrir að reglurnar gildi til 6. nóvember næstkomandi.