Við stýrið Þorsteinn Már Baldvinsson er forstjóri Samherja.
Við stýrið Þorsteinn Már Baldvinsson er forstjóri Samherja. — Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Hagnaður Samherja á árinu 2020 nam 7,8 milljörðum króna. Þetta tilkynnti fyrirtækið á heimasíðu sinni í dag. Þar segir að heimsfaraldur kórónuveirunnar hafi haft víðtæk áhrif á reksturinn og að hann hafi reynt á samstöðu starfsfólks og útsjónarsemi.

Hagnaður Samherja á árinu 2020 nam 7,8 milljörðum króna. Þetta tilkynnti fyrirtækið á heimasíðu sinni í dag. Þar segir að heimsfaraldur kórónuveirunnar hafi haft víðtæk áhrif á reksturinn og að hann hafi reynt á samstöðu starfsfólks og útsjónarsemi.

„Þegar litið er til síðasta árs má segja að reksturinn hafi verið hálfgerð rússíbanareið vegna áhrifa heimsfaraldursins [...] Okkur tókst að halda úti skipaflotanum, vinnslunum og annarri starfsemi, þannig að reksturinn hélst svo að segja óbreyttur. Þetta er afrek samstillts starfsfólks,“ segir Þorsteinn Már á heimasíðunni.

Rekstrartekjur samstæðu Samherja námu 46,5 milljörðum á síðasta ári og jukust um 200 milljónir frá fyrra ári. Eigið fé Samherja nam 78,8 milljörðum króna í árslok 2020 og nam eiginfjárhlutfallið 72%. Var uppgjörið kynnt á aðalfundi fyrirtækisins hinn 30. september og þar var stjórn félagsins endurkjörin án breytinga. Hana skipa Eiríkur S. Jóhannsson, Dagný Linda Kristjánsdóttir, Helga Steinunn Guðmundsdóttir, Kristján Vilhelmsson og Óskar Magnússon. Var á aðalfundi félagsins ákveðið að greiða ekki út arð vegna síðastliðins starfsárs.

Miklar fjárfestingar

Samherji hefur staðið í miklum fjárfestingum á síðustu misserum.

„Ágætt dæmi um þær áskoranir sem við tókumst á við er vinnsluhúsnæðið á Dalvík sem var tekið í notkun fyrir rúmu ári. Með nýjum búnaði og gerbreyttri tækni komu engir utanaðkomandi sérfræðingar í húsið mánuðum saman, áskoranir starfsfólksins voru því margar en samt sem áður var slegið framleiðslumet á síðasta fiskveiðiári,“ segir Þorsteinn Már.

Auk vinnslunnar á Dalvík tók félagið við nýju skipi, Vilhelm Þorsteinssyni EA11.