Víkingur Kyle McLagan á að fylla í skarð í vörn meistaraliðsins.
Víkingur Kyle McLagan á að fylla í skarð í vörn meistaraliðsins. — Morgunblaðið/Víðir Sigurðsson
Bandaríski knattspyrnumaðurinn Kyle McLagan skrifaði í gær undir tveggja ára samning við Íslandsmeistara Víkings en hann kemur til þeirra frá Fram þar sem hann lék í tæplega hálft annað tímabil.
Bandaríski knattspyrnumaðurinn Kyle McLagan skrifaði í gær undir tveggja ára samning við Íslandsmeistara Víkings en hann kemur til þeirra frá Fram þar sem hann lék í tæplega hálft annað tímabil. McLagan er 26 ára gamall miðvörður og lék áður í tvö ár með Roskilde í Danmörku en kom til Framara í ágúst 2020 og var í stóru hlutverki í vörn Safamýrarliðsins þegar það fór taplaust í gegnum 1. deildina á nýliðnu keppnistímabili. Hann skoraði jafnframt fimm mörk fyrir þá í deildinni.