Frumsýning heimildarmyndarinnar Jarðsetning eftir Önnu Maríu Bogadóttur arkitekt fer fram í dag kl. 17 í Bíó Paradís og er hún á dagskrá Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík, RIFF.
Frumsýning heimildarmyndarinnar Jarðsetning eftir Önnu Maríu Bogadóttur arkitekt fer fram í dag kl. 17 í Bíó Paradís og er hún á dagskrá Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík, RIFF. Í myndinni er fjallað um hús Iðnaðarbankans við Lækjargötu sem reist var á sjöunda áratugnum, byggt eftir teikningum Halldórs H. Jónssonar arkitekts, en hálfri öld síðar var ákveðið að byggingin þyrfti að víkja fyrir nýrri. Í myndinni er fylgst með hvernig „hrein og einföld form byggingarinnar afmyndast, hvernig burður í sverum súlum og þykkum gólfplötum gefur eftir“, eins og segir í tilkynningu.