Ocean to Ocean er 16. breiðskífa Tori Amos.
Ocean to Ocean er 16. breiðskífa Tori Amos. — AFP
Depurð Bandaríska söngkonan Tori Amos viðurkennir í viðtali við breska blaðið The Independent að hún hafi tilfinningalega verið komin að fótum fram þegar þriðja útgöngubannið skall á vegna heimsfaraldursins.
Depurð Bandaríska söngkonan Tori Amos viðurkennir í viðtali við breska blaðið The Independent að hún hafi tilfinningalega verið komin að fótum fram þegar þriðja útgöngubannið skall á vegna heimsfaraldursins. Hún hafði komist nokkuð örugglega gegnum tvö þau fyrri en nú þyrmdi yfir hana. Ein ástæðan var sú að hún hafði ekki náð að syrgja móður sína almennilega en hún féll frá 2019 og nú var engin leið að hringja í hana, eins og Amos var vön að gera þegar eitthvað bjátaði á. Loks var það tónlistin sem hífði Amos upp og hún fór að semja lög á plötuna Ocean to Ocean sem kemur út í lok mánaðar.