Á staðnum Jón Sæmundur og Ýmir.
Á staðnum Jón Sæmundur og Ýmir.
Myndlistarmennirnir Jón Sæmundur og Ýmir Grönvold opnuðu í gær samsýninguna „Án Vonar – Án Ótta“ á Laugavegi 25 við hliðina á Gallerí Port en að sýningunni stendur Dead Gallery/Studio í samstarfi við Gallerí Port.

Myndlistarmennirnir Jón Sæmundur og Ýmir Grönvold opnuðu í gær samsýninguna „Án Vonar – Án Ótta“ á Laugavegi 25 við hliðina á Gallerí Port en að sýningunni stendur Dead Gallery/Studio í samstarfi við Gallerí Port.

Undanfarna mánuði hafa Jón Sæmundur og Ýmir unnið saman og hvor í sínu lagi að verkum sínum, sum verkin eru sögð á tilraunakenndu rófi á meðan í öðrum bregði fyrir áður kunnuglegu stefi listamannanna. Fyrir þá báða er málverkið og listin allt í senn heilög bæn og ljóð til guðanna, samtal við framtíðina, leikur að litum og tilfinningu, innblástur fyrir aðra til fara að skapa, hugarró og snertur af geðveiki, fræ með fyrirheit um uppljómun. Sýningin stendur til 10. október og er opin alla daga frá kl. 12-20.