Heildarviðskipti með hlutabréf í Kauphöll Íslands í nýliðnum mánuði námu 112,3 milljörðum króna og er það 186% aukning frá sama mánuði í fyrra. Viðskiptin jukust sömuleiðis miðað við ágústmánuð sem nemur 31%.

Heildarviðskipti með hlutabréf í Kauphöll Íslands í nýliðnum mánuði námu 112,3 milljörðum króna og er það 186% aukning frá sama mánuði í fyrra. Viðskiptin jukust sömuleiðis miðað við ágústmánuð sem nemur 31%.

Úrvalsvísitalan lækkaði um 2,3% í september og stóð í 3.330,7 stigum í upphafi þessa mánaðar. Mest viðskipti í september voru með bréf Arion banka upp á 26,5 milljarða, Kviku banka um 11,9 milljarða og Marel upp á 10,8 milljarða.