Morgunblaðinu barst eftirfarandi bréf frá Wang Ronghua, en hann var sendiherra Kína á Íslandi árin 1998 til 2002: „Í þeim tilgangi að kynna fegurð og gnægð íslenskrar ljóðagerðar, hef ég þýtt á kínversku bókina Icelandic Poetry, með enskum...

Morgunblaðinu barst eftirfarandi bréf frá Wang Ronghua, en hann var sendiherra Kína á Íslandi árin 1998 til 2002:

„Í þeim tilgangi að kynna fegurð og gnægð íslenskrar ljóðagerðar, hef ég þýtt á kínversku bókina Icelandic Poetry, með enskum þýðingum Bernards Scudder, í ritstjórn hinnar ágætu Sigrúnar A. Eiríksdóttur. Bókin var gefin út af Sögu forlagi ehf.

Ég hef leitað samþykkis núlifandi höfunda sem ljóð eiga í bókinni fyrir birtingu ljóða þeirra á kínversku, þar á meðal hins virta Matthíasar Johannessen. Kann ég þeim miklar þakkir fyrir vinsemd og stuðning. Þar sem ég hef ekki möguleika á að nálgast alla höfunda í bókinni eða þá sem fara með útgáfurétt þeirra, vil ég biðja þá sem ekki samþykkja kínversku útgáfuna, að senda mér skilaboð í tölvupósti á wangronghua@vip.sina.com . Ég mun síðan gera ráð fyrir samþykki þeirra höfunda eða rétthafa útgáfuréttar sem ekki hafa svarað innan tveggja vikna frá birtingu þessarar tilkynningar. Þá get ég einnig sent eintak af kínversku þýðingunni til hvers rétthafa ljóðanna í sýnisbókinni, innan sex mánaða frá útgáfunni. Bið ég þá að senda mér tölvupóst, þar sem fram kemur nafn, heimilisfang og útgáfuréttur viðkomandi.

Virðingarfyllst.

WANG RONGHUA,

Beijing, 15. september 2021. “