<strong>Svartur á leik </strong>
Svartur á leik
Staðan kom upp á sterku lokuðu alþjóðlegu móti sem fram fór í Belgrad í Serbíu sl. febrúar. Indverjinn Anand Pranav (2.381) hafði svart gegn danska stórmeistaranum Jesper Thybo Söndergaard (2.569) . 41.... exf4? svartur hefði haft unnið tafl eftir...
Staðan kom upp á sterku lokuðu alþjóðlegu móti sem fram fór í Belgrad í Serbíu sl. febrúar. Indverjinn Anand Pranav (2.381) hafði svart gegn danska stórmeistaranum Jesper Thybo Söndergaard (2.569) . 41.... exf4? svartur hefði haft unnið tafl eftir 41.... Hxf4! 42. gxf4 Dg6+! 43. Dg2 Hg3 44. Hf2 (44. Hd2 Bh3 45. Hff2 Bxg2 er einnig unnið á svart) 44.... Bh3. 42. Dd4+? betra var að leika 42. Hd3. 42.... Kh7 43. e5 Dg6 44. Hd2 Hxg3+ 45. Kf2 Hf3+? svartur hefði haft unnið tafl eftir 45.... Dg4 46. Bd1 Dh4. 46. Ke1 He3+ 47. He2 Db1+ 48. Bd1 Bg4? svartur gat náð jafntefli eftir 48.... Hxe2+ 49. Kxe2 Bg4+. 49. Hxe3 fxe3 50. Hxf8 e2 51. Dxa7+ Kh6 52. Hh8+ Kg5 53. Hg8+ Kh4 54. Hxg4+ hxg4 55. Df2+ g3 56. Dxe2 Kh3 57. Kf1 og svartur gafst upp. Íslandsmót skákfélaga heldur áfram í dag og fyrri hluti mótsins lýkur á morgun.