Hermann Hreiðarsson, fyrrverandi landsliðsfyrirliði í knattspyrnu, þykir mjög líklegur til að taka við þjálfun síns gamla félags, ÍBV. Hann hefur þjálfað Þrótt í Vogum í hálft annað ár og stýrði liðinu upp í 1.
Hermann Hreiðarsson, fyrrverandi landsliðsfyrirliði í knattspyrnu, þykir mjög líklegur til að taka við þjálfun síns gamla félags, ÍBV. Hann hefur þjálfað Þrótt í Vogum í hálft annað ár og stýrði liðinu upp í 1. deild í fyrsta skipti í sögu þess í vor en Þróttarar tilkynntu í gær að Hermann væri hættur störfum hjá félaginu. Hermann þjálfaði áður Eyjamenn keppnistímabilið 2013, hefur þjálfað bæði karla- og kvennalið Fylkis og var síðan um nokkurt skeið á Englandi sem aðstoðarstjóri hjá Southend.