Skart Bleika slaufan og viðburðir henni tengdir lifa í minni þjóðar.
Skart Bleika slaufan og viðburðir henni tengdir lifa í minni þjóðar.
Lifum lífinu og verum til staðar þegar kona greinist með krabbamein og tilveran breytist snögglega. Þetta eru áherslumál Bleiku slaufunnar , átaks Krabbameinsfélags Íslands sem er tileinkað baráttunni gegn krabbameinum meðal kvenna.

Lifum lífinu og verum til staðar þegar kona greinist með krabbamein og tilveran breytist snögglega. Þetta eru áherslumál Bleiku slaufunnar , átaks Krabbameinsfélags Íslands sem er tileinkað baráttunni gegn krabbameinum meðal kvenna. Verum til er slagorð verkefnisins að þessu sinni.

Á Íslandi greinast árlega að meðaltali um 850 konur með krabbamein og 300 konur að meðaltali deyja af völdum sjúkdómsins. Batahorfur eru hins vegar allgóðar, samanber að í dag eru 9.000 konur á lífi sem fengið hafa krabbamein.

Fækka tilfellum og auka lífsgæði sjúklinga og aðstandenda

Bleika slaufan er hönnuð af Hlín Reykdal skartgripahönnuði. Slaufan góða kostar 2.900 krónur og er seld á vefsetrinu bleikaslaufan.is og víðar. Að vanda verður spariútgáfa Bleiku slaufunnar til sölu í takmörkuðu upplagi. Allur ágóði af sölu slaufunnar þetta árið rennur til fjölbreyttrar starfsemi Krabbameinsfélagsins. Starfsemin felst meðal annars í ókeypis ráðgjöf og stuðningi fyrir þá sem veikjast og aðstandendur þeirra, fræðslu og forvörnum, krabbameinsrannsóknum og hagsmunagæslu. Allt starfið miðar að því að fækka nýjum tilfellum krabbameina, fækka dauðsföllum af völdum þeirra og að auka lífsgæði þeirra sem veikjast sem og aðstandenda þeirra.

Einn af hverjum þremur Íslendingum má búast við að greinast með krabbamein á lífsleiðinni. Með hækkandi aldri þjóðarinnar fer krabbameinstilvikum mjög fjölgandi og búist er við 28% fjölgun þeirra á næstu 15 árum. Sem betur fer fer dánartíðni lækkandi þrátt fyrir aukið nýgengi.

Fjölgun krabbameina og lifenda fylgir ört vaxandi þörf fyrir þjónustu og stuðning við þá sem hafa greinst og aðstandendur þeirra, segir í tilkynningu, bæði meðan á veikindum stendur og þegar þau eru yfirstaðin.