Björn Gíslason
Björn Gíslason
„Þetta eru ákveðin tímamót, og ég reikna ekki með öðru en að tillagan verði samþykkt,“ segir Björn Gíslason, formaður Fylkis, sem leggur fram tillögu í dag á 50.

„Þetta eru ákveðin tímamót, og ég reikna ekki með öðru en að tillagan verði samþykkt,“ segir Björn Gíslason, formaður Fylkis, sem leggur fram tillögu í dag á 50. þingi ÍBR, Íþróttabandalags Reykjavíkur, um að rafíþróttir verði teknar undir hatt ÍBR og starfi innan vébanda þess líkt og aðrar greinar.

Rafíþróttir hafa notið vaxandi vinsælda og hafa mörg íþróttafélög stofnað deildir kringum þær, ekki bara í Reykjavík heldur víða á landsbyggðinni. Björn segir góða reynslu komna af rafíþróttum innan Fylkis, en þar var sérstök deild stofnuð formlega í apríl 2019 en starfsemin hófst í raun árið 2018. Deildin hafi verið sú fyrsta hérlendis til að koma með keppnislið upp úr æskulýðsstarfinu. Á hverjum tíma hafa um 160 börn verið í deildinni, að meðtöldu sumarstarfinu.

Björn segir rafíþróttir góðan kost fyrir ungmenni sem ekki hafi fundið sig í hefðbundnum íþróttum. Fjölmargar rannsóknir sýni jákvæð áhrif tölvuleikjaspilunar. Líkamlegar æfingar séu einnig stundaðar og foreldrar taki virkan þátt í starfinu með krökkunum. bjb@mbl.is