Sigraði Ragnhildur Kristinsdóttir lék mjög vel í Columbia.
Sigraði Ragnhildur Kristinsdóttir lék mjög vel í Columbia. — Ljósmynd/Þórir Tryggvason
Ragnhildur Kristinsdóttir sigraði á Missouri's Johnie Imes-háskólamótinu í golfi í Columbia í Bandaríkjunum í fyrrakvöld.
Ragnhildur Kristinsdóttir sigraði á Missouri's Johnie Imes-háskólamótinu í golfi í Columbia í Bandaríkjunum í fyrrakvöld. Ragnhildur tryggði sér sigur á lokabrautinni þegar hún vippaði snyrtilega ofan í holuna og bætti um leið skólametið hjá Eastern Kentucky-liðinu á 54 holu höggleiksmóti. Hún lék á 12 höggum undir pari en hún lék síðustu níu holurnar á sex höggum undir pari. „Þetta er ein besta frammistaða sem ég hef séð á golfvellinum,“ sagði Mandy Moore, yfirþjálfari golfdeildar skólans.