Stækkun Farið verður í útboð á stækkun flugstöðvarinnar á Akureyri.
Stækkun Farið verður í útboð á stækkun flugstöðvarinnar á Akureyri. — Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Isavia hefur óskað eftir tilboðum í viðbætur og breytingar á flugstöðinni á Akureyrarflugvelli. Útboðslýsing hefur verið gefin út á útboðsvef Isavia. Tilboð verða opnuð 1. nóvember nk. Þetta er í annað sinn sem verkefnið er boðið út.

Isavia hefur óskað eftir tilboðum í viðbætur og breytingar á flugstöðinni á Akureyrarflugvelli. Útboðslýsing hefur verið gefin út á útboðsvef Isavia. Tilboð verða opnuð 1. nóvember nk. Þetta er í annað sinn sem verkefnið er boðið út. Þá barst aðeins eitt tilboð í verkið. Því var hafnað þar sem það reyndist talsvert yfir kostnaðaráætlun, segir í tilkynningu Isavia.

Verkefnið felur í sér viðbyggingu við núverandi flugstöð og breytingu á núverandi húsnæði flugstöðvarinnar og nánasta umhverfi. Sigrún Björk Jakobsdóttir, framkvæmdastjóri Isavia – innanlandsflugvalla, segir verkefnið umfangsmikið. Um er að ræða 1.100 fermetra viðbyggingu við flugstöðina. Heildarstærð flugstöðvarinnar að verki loknu verður 2.700 fermetrar. Sigrún segir að þar verði góð aðstaða fyrir toll og lögreglu og fríhöfn, auk veitingastaðar. Á verkinu að vera lokið síðsumars 2023 en skóflustunga að viðbyggingu var tekin í júní sl.