Höfundur Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir er höfundur eins af nýju Pastel-ritunum.
Höfundur Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir er höfundur eins af nýju Pastel-ritunum. — Ljósmynd/Kristinn Ingvarsson
Útgefendur hinnar hinnar metnaðarfullu Pastel-ritraðar halda útgáfuhóf í menningarhúsinu Mengi í dag, laugardag, kl. 16. Þar verður útgáfu fimm nýrra bókverka fagnað en þau eru númer 24 til 28 í ritröðinni og sögð fjölbreytt að vanda.

Útgefendur hinnar hinnar metnaðarfullu Pastel-ritraðar halda útgáfuhóf í menningarhúsinu Mengi í dag, laugardag, kl. 16. Þar verður útgáfu fimm nýrra bókverka fagnað en þau eru númer 24 til 28 í ritröðinni og sögð fjölbreytt að vanda.

Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir er höfundur verksins Gríseyjar – ósýnilegt landslag ; bókverk Árna Friðrikssonar nefnist Einleikir um tímalaust eðli ; Sesselía Ólafs er höfundur verksins Leiðsla ; verk Kára Tulinius nefnist Uppruni augnabliks og þá er heiti Pastel-rits Gerðar Kristnýjar J ólaboð .

Höfundar verða á staðnum til skrafs og ráðagerða og það er enginn aðgangseyrir. Pastel-ritröð er samstarfsverkefni listamanna á vegum Flóru menningarhúss á Akureyri. Hvert verk er gefið út í 100 tölusettum og árituðum eintökum. Fyrstu verkin komu út árið 2017.

Bókverkin verða til sýnis og sölu á staðnum. Líka er hægt að glugga í verkin á pastel.is.