Logi Einarsson
Logi Einarsson
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Hrafnar Viðskiptablaðsins fjalla um tilvistarkreppu Samfylkingarinnar og benda á að henni sé hvergi nærri lokið. Svo segja þeir: „Í fernum kosningum frá stofnun flokksins og til ársins 2009 hlaut flokkurinn 27 til 31% atkvæða. Eftir þetta fór að síga á ógæfuhliðina og undir stjórn Oddnýjar G. Harðardóttur beið flokkurinn skipbrot í kosningunum 2016 þegar hann hlaut 5,7%.

Hrafnar Viðskiptablaðsins fjalla um tilvistarkreppu Samfylkingarinnar og benda á að henni sé hvergi nærri lokið. Svo segja þeir: „Í fernum kosningum frá stofnun flokksins og til ársins 2009 hlaut flokkurinn 27 til 31% atkvæða. Eftir þetta fór að síga á ógæfuhliðina og undir stjórn Oddnýjar G. Harðardóttur beið flokkurinn skipbrot í kosningunum 2016 þegar hann hlaut 5,7%.

Í kjölfarið var skipt um stjóra í brúnni þegar Logi Einarsson tók formennsku. Í kosningunum 2017 náði hann að toga flokkinn upp í 12,1%. Það þótti ágætt en ekkert til að hrópa húrra fyrir þegar sögulegt fylgi flokksins er skoðað.

Hugsuðu jafnaðarmenn sér gott til glóðarinnar í kosningunum um síðustu helgi en þar fengu þeir aftur á hann þegar flokkurinn hlaut einungis 9,9% fylgi. Innan Samfylkingarinnar voru miklar vonir bundnar við vonarstjörnuna Kristrúnu Frostadóttur, sem varð andlit flokksins í kosningunum. Það dugði hins vegar ekki til.“

Vonarstjarnan varð að vísu aðeins andlit flokksins þar til hún reyndi að afvegaleiða umræðu um eigin mál og hóf að ausa svívirðingum yfir fjölmiðla fyrir að sinna skyldum sínum.

En þó að þau mistök hefðu ekki komið til þá er nokkuð ljóst að það þarf meira en eina vonarstjörnu til að bjarga Samfylkingunni frá sjálfri sér.