Vinkonur Fjórar vinkonur í LA styðja hver aðra.
Vinkonur Fjórar vinkonur í LA styðja hver aðra.
Á Netflix er kominn nýr þáttur um fjórar vinkonur á fimmtugs- og sextugsaldri sem eru sannarlega ekki með allt á hreinu.

Á Netflix er kominn nýr þáttur um fjórar vinkonur á fimmtugs- og sextugsaldri sem eru sannarlega ekki með allt á hreinu.

Leikkonan Julie Delpy á heiðurinn af þættinum, en hún skrifaði handritið og leikur aðalhlutverkið, konu sem er yfirkokkur á fínum veitingastað í LA, á franskan mann og einn son.

Þátturinn fjallar um vandamál og vináttu þessara vinkvenna sem eru allar komnar af léttasta skeiði og í miðlífskrísu. Þær eru mögulega á barmi taugaáfalls, kannski án ástæðu?

Undirrituð hefur aðeins séð fyrstu þættina af tólf og er ekki alveg viss um hvað skal halda.

Þættirnir eiga að vera grín-drama en eru ekkert sérlega fyndnir, þótt maður brosi af og til út í annað.

Delpy leikur frekar leiðinlega týpu og sýnir verulega ýkt viðbrögð við minnsta mótlæti. Eiginmaður hennar franski er svo leiðinlegur að maður skilur ekkert í þessu hjónabandi. (Kannski eru þau bara fín saman, bæði svona leiðinleg!)

Leikararnir eru ekkert af verri endanum, en vinkonurnar leika Elisabeth Shue, Alexia Landeau og Sarah Jones. Það eru góðir sprettir í þáttunum en þótt ég ætti að vera á svipuðum „stað“ og þessar konur get ég ekki speglað mig í þeim. Þær gera mál úr öllu, stóru og smáu, og hysterían er allsráðandi. Aðeins að róa sig!

Ásdís Ásgeirsdóttir

Höf.: Ásdís Ásgeirsdóttir