Eiður Guðmundsson fæddist 2. október 1888 í Sörlatungu í Hörgárdal. Foreldrar hans voru hjónin Guðmundur Guðmundsson, f. 1855, d. 1947, hreppstjóri á Þúfnavöllum í Hörgárdal, og Guðný Loftsdóttir, f. 1861, d. 1952.

Eiður Guðmundsson fæddist 2. október 1888 í Sörlatungu í Hörgárdal. Foreldrar hans voru hjónin Guðmundur Guðmundsson, f. 1855, d. 1947, hreppstjóri á Þúfnavöllum í Hörgárdal, og Guðný Loftsdóttir, f. 1861, d. 1952.

Eiður varð búfræðingur frá Hólum 1906 og var bóndi á Þúfnavöllum 1917-1950, og var búsettur þar síðan, og hreppstjóri í Skriðuhreppi 1935-1972. Hann var sýslunefndarmaður 1933-1974 og oddviti hreppsnefndar 1916-1922. Hann var í stjórn Kaupfélags Eyfirðinga 1950-1960. Hann kom á fót lestrarfélagi í Skriðuhreppi 1910 og fóðurbirgðafélagi 1922. Hann var formaður búnaðarfélagsins þar í sveit í mörg ár og var lengi formaður skólanefndar. Hann sat í stjórn Framsóknarfélags Eyfirðinga 1948-1960.

Eiður safnaði ýmsum fróðleik um sveitina sína og komu út margar bækur eftir hann, m.a. Búskaparsaga Skriðuhrepps forna, sem er með þeim skemmtilegri af þessum toga.

Fyrri kona Eiðs var Lára Friðbjarnardóttir, f. 1897, d. 1937. Þau eignuðust þrjú börn. Seinni kona Eiðs var Líney Guðmundsdóttir, f. 1911, d. 1988. Þau eignuðust tvö börn.

Eiður lést 10.11. 1984.