Flugfélagið Icelandair Group hefur gert samning við Aviation Capital Group (ACG) um fjármögnun þriggja Boeing 737 MAX-flugvéla. Um er að ræða sölu og endurleigu á tveimur Boeing 737 MAX8-flugvélum og einni Boeing 737 MAX9-vél.

Flugfélagið Icelandair Group hefur gert samning við Aviation Capital Group (ACG) um fjármögnun þriggja Boeing 737 MAX-flugvéla. Um er að ræða sölu og endurleigu á tveimur Boeing 737 MAX8-flugvélum og einni Boeing 737 MAX9-vél. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Icelandair.

Þar segir einnig að gert sé ráð fyrir að vélarnar verði afhentar í desember 2021 og í janúar 2022.

Bogi Nils Bogason forstjóri Icleandair segir í tilkynningunni að ánægja ríki með samninginn. „Við erum ánægð með að hafa náð samningum á góðum kjörum við Aviation Capital Group sem við höfum átt í samstarfi við lengi. Það er ljóst að fjármögnunaraðilar hafa trú á félaginu sem og virði Boeing 737 MAX -vélanna og þeim tækifærum sem þær koma til með að skapa.“