Teikning Vonast er eftir skipinu innan tveggja ára frá áramótum.
Teikning Vonast er eftir skipinu innan tveggja ára frá áramótum.
Tilboð í smíði nýs rannsóknaskips fyrir Hafrannsóknastofnun voru opnuð hjá Ríkiskaupum í gær. Alls bárust þrjú tilboð og komu þau öll frá spænskum skipasmíðastöðvum.

Tilboð í smíði nýs rannsóknaskips fyrir Hafrannsóknastofnun voru opnuð hjá Ríkiskaupum í gær. Alls bárust þrjú tilboð og komu þau öll frá spænskum skipasmíðastöðvum. Farið verður yfir tilboðin á næstu vikum og munu formlegar viðræður hefjast í framhaldinu.

Þorsteinn Sigurðsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar, segist ekki vita hve langan tíma samningaviðræðurnar taki en vonast eftir að smíði skipsins hefjist í byrjun næsta árs.

„Þá gætum við fengið nýja skipið innan tveggja ára frá næstu áramótum. Viðmiðunartalan er tvö ár frá því að smíði hefst en auðvitað á meðan Ríkiskaup eru að fara yfir þetta þá höfum við ekki fengið að sjá tilboðin,“ segir Þorsteinn.

Hann bætir við að ekki geti fleiri boðið í útboði en aftur á móti geti félögin sem hafa nú þegar tekið þátt í því fengið tækifæri til þess að bjóða betur. Verðið á nýja rannsóknaskipinu liggur ekki fyrir.

logis@mbl.is