Jón B.K. Ransu
Jón B.K. Ransu
Jón B.K. Ransu opnar myndlistarsýningu í dag í Listamönnum galleríi á Skúlagötu 32 og ber hún titilinn Röðun / Sequencing .

Jón B.K. Ransu opnar myndlistarsýningu í dag í Listamönnum galleríi á Skúlagötu 32 og ber hún titilinn Röðun / Sequencing .

Segir um hana í tilkynningu að austurríski mannspekingurinn Rudolf Steiner hafi haldið því fram að manneskjan byggi í tveimur heimum í senn, hinum andlega og efnislega og sænska listakonan Hilma af Klint túlkað þessi fræði í myndröðinni Svanir . „Fyrst túlkaði hún heimana tvo sem svartan og hvítan svan. En síðar gaf hún þeim hringform sem klofnuðu í lit en stóðu sem heil form á fletinum miðjum,“ segir í tilkynningu og að undanfarin ár hafi Jón B.K. Ransu sótt innblástur í þessi verk Hilmu af Klint sem og Edvards Munch og þá aðallega „Ópið“. Segir að í „Ópinu“ mætist tveir heimar, hins þekkta og óþekkta eða skynjaða og óskynjaða. Síðustu sýningar Ransu hafa vísað til þessara verka Munch og af Klint og er sýningin Röðun / Sequencing í formrænu framhaldi af þeim.