Gersemar Guðni Tómasson með hljómplötur úr safni Halldórs Laxness.
Gersemar Guðni Tómasson með hljómplötur úr safni Halldórs Laxness.
Guðni Tómasson, dagskrárgerðarmaður á Rás 1, kemur í heimsókn á Gljúfrastein á morgun, sunnudag, klukkan 16 og hyggst „grúska í plötusafni“ Halldórs Laxness.

Guðni Tómasson, dagskrárgerðarmaður á Rás 1, kemur í heimsókn á Gljúfrastein á morgun, sunnudag, klukkan 16 og hyggst „grúska í plötusafni“ Halldórs Laxness. Við sögu koma einnig erindi Halldórs um tónlist í Ríkisútvarpinu og dýrgripir sem leynast í safni hans.

Leikin verða tóndæmi og sagt frá þeirri tónmenningu sem áður ríkti á Gljúfrasteini. Úr verður samtal við gesti og jafnvel útvarpsþáttur.

Halldór Laxness hafði mikla unun af sígildri tónlist. Hann dáði til að mynda Bach. Í stofunni á Gljúfrasteini stendur flygill sem skáldið var vant að leika á sér til ánægju og úti í horni er plötuspilari með ýmsu forvitnilegu. Miðar verða seldir í safnbúð Gljúfrasteins en ókeypis er fyrir öryrkja, atvinnulausa og börn yngri en 18 ára.