Gáskafull Kammersveit Reykjavíkur ásamt Steinunni Ólínu Þorsteinsdóttur leikkonu.
Gáskafull Kammersveit Reykjavíkur ásamt Steinunni Ólínu Þorsteinsdóttur leikkonu.
Ævintýrið um Pétur og úlfinn verður flutt tvisvar af Kammersveit Reykjavíkur í Norðurljósasal Hörpu í dag, laugardag, klukkan 14 og 16. Pétur og úlfurinn eftir Prokofíev hefur fangað ímyndunarafl barna, kynslóð fram af kynslóð.

Ævintýrið um Pétur og úlfinn verður flutt tvisvar af Kammersveit Reykjavíkur í Norðurljósasal Hörpu í dag, laugardag, klukkan 14 og 16.

Pétur og úlfurinn eftir Prokofíev hefur fangað ímyndunarafl barna, kynslóð fram af kynslóð. Verkið um krakkann uppátækjasama, árans úlfinn og dýrin í sveitinni er einnig, eins og segir í tilkynningu, í uppáhaldi hjá mörgum fullorðnum, þar með töldum meðlimum Kammersveitar Reykjavíkur. Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir mun leiða börnin inn í söguna og kynna hljóðfærin fyrir þeim. Steinunn er ein ástsælasta leikkona þjóðarinnar og hefur bæði hlotið Grímu- og Edduverðlaun fyrir leik sinn. Að þessu sinni flytur Kammersveit Reykjavíkur verkið í kammerútsetningu Helmuts Schmidinger og stefnir á gáskafulla túlkun á sögupersónum og atburðarás ævintýrsins. Stjórnandi er Kornilios Michailidis.