Erfitt spil.

Erfitt spil. V-NS

Norður
G1082
Á6
Á6
KG643

Vestur Austur
-- ÁK54
D109872 K543
DG1087 K942
52 D

Suður
D9763
G
53
Á10987

Suður spilar 4 doblaða.

Spilið að ofan er frá móti mánaðarins á Netbridge og það var allur gangur á því hvort vestur opnaði á tveimur, þremur eða fjórum hjörtum. Það var líka mismunandi hvernig norður tók á málum. Sumir þorðu ekkert að segja og leyfðu AV að spila 4 og vinna. En þar sem norður blandaði sér í sagnir með opnunardobli varð niðurstaðan yfirleitt 4 í suður – sem austur doblaði skiljanlega. Hvernig fer sá samningur með tíguldrottningu út?

Hann stendur ef sagnhafi gefur fyrsta slaginn (eða spilar tígulás og meiri tígli). En aðeins einn spilari fann einfalda þann leik – Alan Apteker frá Suður-Afríku. Allir aðrir sagnhafar tóku glaðbeittir á tígulásinn og fóru í trompið. Austur gat þá spilað laufi og undirbúið stungu með tígulsamganginn galopinn. „Gat“ er reyndar lykilorð, því vörnin sú fannst ekki víða.

Greinilega erfitt spil.