Strokkvartettinn Siggi kemur fram á Tíbrártónleikum í Salnum í Kópavogi annað kvöld, þriðjudagskvöld, kl. 19.30. Yfirskrift tónleikanna er „Three Degrees of Freedom“ og er efnisskráin sögð bæði fjölbreytt og gullfalleg.
Strokkvartettinn Siggi kemur fram á Tíbrártónleikum í Salnum í Kópavogi annað kvöld, þriðjudagskvöld, kl. 19.30. Yfirskrift tónleikanna er „Three Degrees of Freedom“ og er efnisskráin sögð bæði fjölbreytt og gullfalleg. Flutt verða verk eftir Sofiu Gubaidulinu, Mozart, J.S. Bach, Caroline Shaw og Huga Guðmundsson. Strokkvartettinn Siggi var stofnaður árið 2012. Hann skipa fiðluleikararnir Una Sveinbjarnardóttir og Helga Þóra Björgvinsdóttir, víóluleikarinn Þórunn Ósk Marínósdóttir og sellóleikarinn Sigurður Bjarki Gunnarsson.