Grindahlaup Haukur Clausen og Örn Clausen á fleygiferð.
Grindahlaup Haukur Clausen og Örn Clausen á fleygiferð. — Ljósmynd/ÍSÍ
Haukur og Örn Clausen voru útnefndir í Heiðurshöll ÍSÍ þegar Íþróttaþing ÍSÍ fór fram í Gullhömrum á laugardaginn. Þeir eru 21. og 22. einstaklingurinn sem hljóta útnefningu í hina óáþreifanlegu höll afreksíþróttafólks og afreksþjálfara Íslands.

Haukur og Örn Clausen voru útnefndir í Heiðurshöll ÍSÍ þegar Íþróttaþing ÍSÍ fór fram í Gullhömrum á laugardaginn. Þeir eru 21. og 22. einstaklingurinn sem hljóta útnefningu í hina óáþreifanlegu höll afreksíþróttafólks og afreksþjálfara Íslands.

Haukur og Örn voru eineggja tvíburar, fæddir 8. nóvember 1928, og kepptu fyrir ÍR. Þegar Íslendingar komust á kortið í frjálsíþróttum á árunum í kringum 1950 voru bræðurnir í fremstu röð í Evrópu; Haukur í spretthlaupum og Örn í tugþraut.

Haukur lést 1. maí 2003 og Örn 11. desember 2008. Guðrún Erlendsdóttir, ekkja Arnar, og Elín Hrefna Thorarensen, ekkja Hauks, tóku á móti viðurkenningunum fyrir hönd þeirra bræðra í Gullhömrum í dag undir standandi lófataki forystufólks ÍSÍ, þingfulltrúa og gesta, segir í tilkynningu frá Íþrótta- og ólympíusambandinu.

Heiðurshöllinni var komið á þegar ÍSÍ varð 100 ára árið 2012.