Grænmeti Lögin voru sett árið 2019 og ollu líka hærra vöruverði í fyrra.
Grænmeti Lögin voru sett árið 2019 og ollu líka hærra vöruverði í fyrra.
Breki Karlsson formaður Neytendasamtakanna segir tímabundna tolla á ákveðnu grænmeti gamaldags leið til að stýra neyslu. Hann vill afnema hærri innflutningstolla á grænmeti og styðja frekar við bændur með beinum hætti.

Breki Karlsson formaður Neytendasamtakanna segir tímabundna tolla á ákveðnu grænmeti gamaldags leið til að stýra neyslu. Hann vill afnema hærri innflutningstolla á grænmeti og styðja frekar við bændur með beinum hætti.

Borið hefur á skorti á blómkáli og spergilkáli í verslunum undanfarnar vikur og sellerí verið nær ófáanlegt. Ástæðan er þrjátíu prósent hærri tollar. Frá 1. júlí til 15. október eru hærri tollar á spergilkáli og frá 15. ágúst til 15. október eru hærri tollar á blómkáli og selleríi. Auk þess er fastur magntollur á kílóið 176 krónur fyrir blómkál og spergilkál og 276 krónur fyrir sellerí.

Lögin voru sett árið 2019 og var sama staða upp á teningnum á síðasta ári að sögn Ástu S. Fjeldsted framkvæmdastjóra Krónunnar. Krónan hefur brugðist við með því að flytja inn meira af þessum ákveðnu grænmetistegundum frá útlöndum, sem skilar sér í hærra vöruverði til neytenda.

Félag atvinnurekenda varaði við afleiðingunum af lögunum árið 2019 og benti á að reglulega myndi koma upp skortur á þessum tilteknu grænmetistegundum. „Þetta ástand er augljóslega óviðunandi og bitnar hart á neytendum. Varan er ýmist ekki til eða kostar alltof mikið,“ segir Ólafur Stephensen framkvæmdatjóri FA í tilkynningu frá félaginu.

Hann bendir á að tollvernd sé í raun ónauðsynleg fyrir þessar vörur, blómkál, spergilkál og sellerí.

„Innlenda uppskeran selst alltaf upp. Neytendur eru reiðubúnir að greiða fyrir hana talsvert hærra verð en fyrir innflutt grænmeti. Það er einfaldlega engin þörf á verndartollum í þessu tilviki.“