Sagan (6)
Norður | |
♠ÁKDG | |
♥ÁD10 | |
♦DG10987 | |
♣-- |
Vestur | Austur |
♠5432 | ♠-- |
♥KG987 | ♥65432 |
♦-- | ♦65432 |
♣KDG10 | ♣432 |
Suður | |
♠109876 | |
♥-- | |
♦ÁK | |
♣Á98765 |
Suður spilar 7♠.
Spilið að ofan birtist í Lesbók Morgunblaðsins árið 1943 með svofelldum formála: „Hér er gömul bridgeþraut, sem einhver hefir ef til vill gaman af að glíma við. Hvernig á jeg að vinna alslemm í spaða? Vestur spilar út laufkóngi. Reynið sjálfir, áður en þjer lítið á ráðninguna.“
Lausnin í Lesbókinni er tíunduð slag fyrir slag, eins og þá var til siðs. En í stuttu máli er lykillinn sá að láta tígul úr borði í fyrsta slag – ekki hjarta. Nota síðan tvær innkomurnar á spaða til að trompa ♥D10 og henda loks ♦ÁK í fjórða hátromp blinds og hjartaás. Þá er leiðin greið fyrir frítíglana.
„Glæsilegt spil þótt gamalt sé,“ sagði mörgæsin og leit dreymin í suðurátt.
„Já, fátt hefur breyst og lítið til batnaðar,“ samsinnti uglan: „Ég sakna þéringanna.“