Mæðgurnar Jóhanna og Brynja Huld.
Mæðgurnar Jóhanna og Brynja Huld.
60 ára Jóhanna Oddsdóttir er Ísfirðingur, fædd þar og uppalin, en hefur búið í Þýskalandi, Svíþjóð og Bandaríkjunum og fluttist aftur til Ísafjarðar 1987 og hefur búið þar síðan með nokkrum hléum. „Ég var í burtu í tíu ár.
60 ára Jóhanna Oddsdóttir er Ísfirðingur, fædd þar og uppalin, en hefur búið í Þýskalandi, Svíþjóð og Bandaríkjunum og fluttist aftur til Ísafjarðar 1987 og hefur búið þar síðan með nokkrum hléum. „Ég var í burtu í tíu ár.“

Jóhanna er skurðhjúkrunarfræðingur á sjúkrahúsinu á Ísafirði. „Ég er hjúkrunarfræðingur frá Háskólanum á Akureyri og var með þeim fyrstu til að útskrifast úr fjarkennslu þar og bætti svo við mig sérhæfingu frá Háskóla Íslands.“

Jóhanna er mikill skíðagarpur og má segja að skíðaganga sé hennar helsta áhugamál, hún er bæði keppniskona og sinnir félagsstarfi tengdu skíðagöngunni og starfaði hátt í 10 ár fyrir Skíðafélag Ísfirðinga, þar af fimm ár sem formaður. „Fleiri áhugamál mín eru göngur, hlaup og allt milli himins og jarðar, þar á meðal ferðalög.“

Jóhanna fagnar afmælinu í Suður-Frakklandi ásamt maka og börnum.

Fjölskylda Eiginmaður Jóhönnu er Jón Ólafur Sigurðsson, f. 1945, vélvirki. Börn hennar eru Brynja Huld, f. 1987, og Albert, f. 1997.

Foreldrar Jóhönnu: Oddur Pétursson, f. 1931, d. 2018, ólympíufari og snjóflóðaeftirlitsmaður síðustu árin, og Magdalena Margrét Sigurðardótitr, f. 1934, fyrrverandi fjármálastjóri Menntaskólans á Ísafirði.