Stjórnvöld í Rússlandi hafa tekið til við að bjóða upp á mat í skiptum fyrir áfengi eftir að 34 létust eftir að hafa drukkið landa sem innihélt eitrið metanól. Andlát af þessu tagi eru ekki óalgeng í Rússland.

Stjórnvöld í Rússlandi hafa tekið til við að bjóða upp á mat í skiptum fyrir áfengi eftir að 34 létust eftir að hafa drukkið landa sem innihélt eitrið metanól.

Andlát af þessu tagi eru ekki óalgeng í Rússland. Neysla á landa hefur verið viðvarandi vandamál þar í landi en um 21 milljón manna lifir fyrir neðan fátæktarmörk. Rannsóknir á þeim látnu hafa sýnt fram á ofneyslu áfengis sem innihélt metanól, í staðinn fyrir etanól – sem er vanalega að finna í áfengum drykkjum – en það er baneitrað og getur valdið blindu í jafnvel litlum skömmtum.

Í sumum tilfellum var hlutfall metanóls þrisvar til fimm sinnum yfir banvænum mörkum. Þar sem óljóst er hve mikið hefur verið selt af landa sem inniheldur eitraða efnið hafa stjórnvöld gripið til þess ráðs að bjóða fólki upp á matvöru í staðinn fyrir áfengi.

logis@mbl.is