Röðin Sjá mátti aðdáendur Bonds í Sambíóunum Egilshöll á föstudag.
Röðin Sjá mátti aðdáendur Bonds í Sambíóunum Egilshöll á föstudag. — Morgunblaðið/Unnur Karen
Nýjasta kvikmyndin um James Bond var frumsýnd hér á landi á föstudagskvöld. Myndin ber nafnið „No Time to Die“ og er sú tuttugasta og fimmta í röðinni af njósnaranum með einkennisnúmerið fræga.

Nýjasta kvikmyndin um James Bond var frumsýnd hér á landi á föstudagskvöld. Myndin ber nafnið „No Time to Die“ og er sú tuttugasta og fimmta í röðinni af njósnaranum með einkennisnúmerið fræga.

„Þetta er bara Bond-dagurinn í dag eins og þeir segja,“ sagði Alfreð Elías Ásberg Árnason, framkvæmdastjóri Samfilm sem rekur Sambíóin, þegar Morgunblaðið náði tali af honum á frumsýningardaginn sjálfan. Alfreð sagði aðsóknina hafa verið góða og miðasalan dreifst jafnt yfir helgina en myndin er sýnd í öllum kvikmyndahúsum Sambíóanna. Mesta aðsóknin var í lúxussalinn og ljóst að margir vildu gera vel við sig.

Opnar bíómarkaðinn

Upphaflega átti að frumsýna myndina fyrir um 18 mánuðum en var frestað vegna kórónuveirufaraldursins. Það má því ætla að fjölmargir aðdáendur Bonds hafi verið vel spenntir.

„Ég myndi segja að hún væri að opna bíómarkaðinn aftur. Aðdáendur Bonds eru svo breiður aldurshópur, nú er blásið í lúðra til þess að opna markaðinn,“ sagði Alfreð spurður hvort um sé að ræða fyrsta stóra bíóviðburðinn eftir ástandið sem skapaðist hjá kvikmyndahúsum vegna faraldursins.

No Time to Die er fimmta og jafnframt síðasta mynd leikarans Daniels Craigs á hvíta tjaldinu í hlutverki Bonds. Því má segja að um sé að ræða nokkurs konar kaflaskil í kvikmyndaseríunni en Craig stimplaði sig inn sem njósnarinn árið 2006 í myndinni Casino Royale. ari@mbl.is