Andrés Ingi Jónsson
Andrés Ingi Jónsson
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Páll Vilhjálmsson, blaðamaður og kennari, bendir á að það hafi ekki þótt „stór tíðindi á síðasta kjörtímabili þegar tveir þingmenn Vinstri-grænna, Andrés og Rósa B., skiptu um lið og fóru til Pírata annars vegar og hins vegar Samfylkingar. Vinstriflokkarnir eru sama tóbakið pakkað í ólíkar umbúðir.

Páll Vilhjálmsson, blaðamaður og kennari, bendir á að það hafi ekki þótt „stór tíðindi á síðasta kjörtímabili þegar tveir þingmenn Vinstri-grænna, Andrés og Rósa B., skiptu um lið og fóru til Pírata annars vegar og hins vegar Samfylkingar. Vinstriflokkarnir eru sama tóbakið pakkað í ólíkar umbúðir.

Aftur þykja það stórpólitísk tíðindi þegar Birgir þingmaður Miðflokks gengur Sjálfstæðisflokknum á hönd. Margir mæta til leiks að túlka og setja í samhengi þær pólitísku flekahreyfingar. Ekki síst eru margir yfirlýstir vinstrimenn ósparir á yfirlýsingar.“

Þetta er rétt athugað hjá Páli. Það féllu færri orð og ekki eins stór þegar þeir tveir þingmenn VG sem hann nefnir hrukku úr skaftinu en nú þegar Birgir Þórarinsson flytur sig um set.

Það olli raunar ekki miklu pólitísku umróti þegar þessir tveir þingmenn kusu að sitja í nefndum í skjóli ríkisstjórnarinnar en styðja hana ekki.

Þeir voru í raun farnir úr VG en sátu þó þingflokksfundi flokksins. Það þótti af einhverjum ástæðum sjálfsagt og þeir sem gagnrýna nýjustu vistaskiptin hvað harkalegast hafi ekki séð mikið að því.

Gilda önnur lögmál um þá sem færa sig um set á vinstri væng en á hægri væng? Eru vistaskipti vinstra megin lýðræðisleg en hinum megin ekki?