Á þriðja tug skjálfta hefur mælst í Ljósufjallakerfinu á Snæfellsnesi undanfarna fjóra mánuði, eða fleiri en mælst höfðu í a.m.k. tólf ár þar á undan.

Á þriðja tug skjálfta hefur mælst í Ljósufjallakerfinu á Snæfellsnesi undanfarna fjóra mánuði, eða fleiri en mælst höfðu í a.m.k. tólf ár þar á undan. Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur segir engar skýringar á því af hverju þetta eldstöðvakerfi láti nú á sér kræla. Honum þykir mjög ólíklegt að virknin tengist eldgosi á Reykjanesskaga. Það sé þess virði að fylgjast áfram með virkninni en ekkert bendi til að gos sé í vændum. Síðast gaus í Ljósufjallakerfinu á landnámsöld. 6