Íbúar á Seyðisfirði bíða nú eftir útreikningum sérfræðinga um hvort varnirnar sem komið var upp fyrr á þessu ári muni halda öllu því efni sem er í hrygg sunnan við skriðusárið í hlíðinni.
Íbúar á Seyðisfirði bíða nú eftir útreikningum sérfræðinga um hvort varnirnar sem komið var upp fyrr á þessu ári muni halda öllu því efni sem er í hrygg sunnan við skriðusárið í hlíðinni. Rýma þurfti níu hús í byrjun síðustu viku og var rýmingin í gildi fram yfir helgi. Aðalheiður Borgþórsdóttir, fyrrverandi sveitarstjóri og núverandi fulltrúi sveitarstjóra, segist treysta sérfræðingum. Það komi þó á óvart að nú sé legið yfir útreikningum. Alltaf hafi verið talað um að varnirnar ættu að halda. 4