— Ljósmynd/Nanna Guðrún Bjarnad.
Fyrsta úthlutun Styrktarsjóðs geðheilbrigðis fór fram í gær. Alls bárust 54 umsóknir til sjóðsins að upphæð 137.275.000 kr. en sjóðurinn hafði yfir að ráða 10 m. kr. til þessarar fyrstu úthlutunar.

Fyrsta úthlutun Styrktarsjóðs geðheilbrigðis fór fram í gær. Alls bárust 54 umsóknir til sjóðsins að upphæð 137.275.000 kr. en sjóðurinn hafði yfir að ráða 10 m. kr. til þessarar fyrstu úthlutunar.

Sextán verkefni hlutu styrk að þessu sinni og eru fulltrúar þeirra á myndinni hér til hliðar. Fram kemur í tilkynningu að horft hafi verið sérstaklega til fjögurra yfirþátta þegar umsóknir voru metnar: Valdeflingu notenda, valdeflingu aðstandenda, mannréttinda og jafnréttis og nýsköpunar. Sjá má listann yfir styrkþega á mbl.is.

Tilgangur sjóðsins er að stuðla að framförum í geðheilbrigðismálum með því að veita styrki til verkefna sem geta bætt geðheilbrigði íbúa Íslands og/eða skilning þar á. Stofnframlag Geðhjálpar var 100 milljónir króna en framtíðarsýnin er að bjóða hinu opinbera og atvinnulífinu að gerast einnig stofnaðilar.