Kálfhamarsvík Þekkt æskuverk eftir Jóhannes Kjarval er boðið upp.
Kálfhamarsvík Þekkt æskuverk eftir Jóhannes Kjarval er boðið upp.
Á vef Gallerís Foldar stendur nú yfir uppboðið „Perlur í íslenskri myndlist“ og lýkur því 18. október næstkomandi, á mánudag. Fram að því eru verkin til sýnis í galleríinu við Rauðarárstíg. Á perluuppboðum Foldar á vefnum uppbod.

Á vef Gallerís Foldar stendur nú yfir uppboðið „Perlur í íslenskri myndlist“ og lýkur því 18. október næstkomandi, á mánudag. Fram að því eru verkin til sýnis í galleríinu við Rauðarárstíg.

Á perluuppboðum Foldar á vefnum uppbod.is eru valin úrvalsverk sem alla jafna væru boðin upp á hefðbundnu uppboði í sal en eru nú á netinu vegna sóttvarnareglna. Öll þjónusta við viðskiptavini er með sama hætti og á stóru, hefðbundnu uppboði, hægt að leggja inn forboð og bjóða í verkin í gegnum síma.

Meðal verka vekja abstraktverk athygli, til dæmis nokkur eftir Karl Kvaran og önnur eftir Kjartan Guðjónsson, Svavar Guðnason, Þorvald Skúlason, Braga Ásgeirsson og Nínu Tryggvadóttur. Þá eru boðin upp nokkur óvenjuleg verk eftir Jóhannes Kjarval, meðal annars eitt af elstu þekktu olíuverkum hans, Kálfhamarsvík, sem talið er málað 1902-4. Einnig eru til dæmis boðin upp verk eftir Jóhann Briem, Jón Stefánsson, Gunnlaug Scheving, Rósku, Birgi Andrésson, Georg Guðna og Karólínu Lárusdóttur.