Andrés Magnússon andres@mbl.is Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir að hann sé formaður í augnablikinu, en að landsfundur flokksins verði haldinn á næsta ári.

Andrés Magnússon

andres@mbl.is

Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir að hann sé formaður í augnablikinu, en að landsfundur flokksins verði haldinn á næsta ári.

Nokkuð hefur verið rætt um forystumál Samfylkingarinnar í ljósi dræms árangurs flokksins í nýliðnum þingkosningum, en þingmenn flokksins, sem Morgunblaðið ræddi við, telja ekkert liggja á í þeim efnum. Brýnna sé að leggja drög að sveitarstjórnarkosningum næsta vor og ná vopnum í stjórnarandstöðu, sem þeir telja blasa við.

Hins vegar var nefnt að kosningaúrslitin kölluðu á naflaskoðun hjá flokknum. Hún gæti hvorki einskorðast við forystumálin, innra skipulag né hvað úrskeiðis hefði farið í kosningabaráttunni. Vandinn væri djúpstæðari en svo og athyglin þyrfti að beinast að inntaki flokksins og erindi hans við kjósendur.