Sending Birnir Snær er að ganga til liðs við Íslandsmeistara Víkings.
Sending Birnir Snær er að ganga til liðs við Íslandsmeistara Víkings. — Morgunblaðið/Eggert
Knattspyrnumaðurinn Birnir Snær Ingason er að ganga til liðs við Íslandsmeistara Víkings úr Reykjavík, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. Víkingar hafa boðað til blaðamannafundar í Víkinni í hádeginu í dag þar sem Birnir Snær verður kynntur til leiks.
Knattspyrnumaðurinn Birnir Snær Ingason er að ganga til liðs við Íslandsmeistara Víkings úr Reykjavík, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. Víkingar hafa boðað til blaðamannafundar í Víkinni í hádeginu í dag þar sem Birnir Snær verður kynntur til leiks. Birnir Snær, sem er 24 ára gamall, hefur leikið með HK undanfarin tvö tímabil en hann er uppalinn hjá Fjölni í Grafarvogi. Hann hefur einnig leikið með Val hér á landi en alls á hann að baki 121 leik í efstu deild þar sem hann hefur skorað 25 mörk.