Ruthie Tompson
Ruthie Tompson — Ljósmynd/thewaltdisneycompany.com
Ruthie Tompson, brautryðjandi í teiknimyndagerð hjá Disney, er látin, 111 ára að aldri. Hún vann frá 1934 að gerð teiknimyndarinnar um Mjallhvíti og dvergana sjö sem frumsýnd var 1937 og starfaði hjá Walt Disney Company í alls um fjóra áratugi.

Ruthie Tompson, brautryðjandi í teiknimyndagerð hjá Disney, er látin, 111 ára að aldri. Hún vann frá 1934 að gerð teiknimyndarinnar um Mjallhvíti og dvergana sjö sem frumsýnd var 1937 og starfaði hjá Walt Disney Company í alls um fjóra áratugi.

Tompson kynntist bræðrunum Walt og Roy Disney í æsku og réð sig í vinnu hjá þeim að námi loknu. Hún vann sig fljótt upp hjá fyrirtækinu og í ábyrgðarstöðu í framleiðslunni. Meðal þeirra Disney-mynda sem hún vann að voru Bambi , Þyrnirós , Mary Poppins og Hefðarkettir , en tekið er fram í frétt The Guardian að nafn hennar hafi sjaldan ratað á kreditlista mynda. „Ruthie var goðsögn í hópi þeirra sem skapa teiknimyndir og listrænt framlag hennar til Disney birtist í ástsælum klassískum verkum. Við munum sakna brossins hennar og frábærrar kímnigáfu. Framúrskarandi vinna hennar og brautryðjandastarf verður okkur ávallt mikill innblástur,“ segir Bob Iger, framkvæmdastjóri Disney.