Hvítur á leik.
Hvítur á leik.
Staðan kom upp í fyrri hluta úrvalsdeildar Íslandsmóts skákfélaga sem lauk fyrir skömmu í Egilshöll í Grafarvogi. Alþjóðlegi meistarinn Vignir Vatnar Stefánsson (2.383) hafði hvítt gegn stórmeistaranum Jóhanni Hjartarsyni (2.519) . 58. Dd3!
Staðan kom upp í fyrri hluta úrvalsdeildar Íslandsmóts skákfélaga sem lauk fyrir skömmu í Egilshöll í Grafarvogi. Alþjóðlegi meistarinn Vignir Vatnar Stefánsson (2.383) hafði hvítt gegn stórmeistaranum Jóhanni Hjartarsyni (2.519) . 58. Dd3! og svartur gafst upp, enda staðan að hruni komin. Á þessu ári hefur Vignir tekið töluverðum framförum, sem dæmi tryggði hann sér alþjóðlega meistaratitilinn á árinu ásamt því að hafa hingað til hækkað um 100 skákstig. Hann varð hlutskarpastur á Skákþingi Reykjavíkur í byrjun ársins og hinn 7. október sl. lauk kappskákeinvígi hans við sænska stórmeistarann Tiger Hillarp-Persson (2.521) þar sem leikar fóru svo að Vignir vann einvígið, 2 1/2 gegn 1 1/2 vinningi. Í ljósi alls þessa er ástæða til að binda vonir við að Vignir nái innan tíðar sínum fyrsta áfanga að stórmeistaratitli.