Dómur Hæstaréttar Landnámabók er varðveitt í Árnastofnun.
Dómur Hæstaréttar Landnámabók er varðveitt í Árnastofnun. — Morgunblaðið/Þorkell
Meirihluti Hæstiréttar staðfesti dóm Landsréttar um að landsvæðið Þóreyjartún skyldi undiropið beinum eignarrétti Sjálfseignarstofnunarinnar Oks, m.a. með vísan til lýsinga á landnámi Skalla-Gríms í Landnámu.

Meirihluti Hæstiréttar staðfesti dóm Landsréttar um að landsvæðið Þóreyjartún skyldi undiropið beinum eignarrétti Sjálfseignarstofnunarinnar Oks, m.a. með vísan til lýsinga á landnámi Skalla-Gríms í Landnámu. Með því ógilti Hæstiréttur ákvæði í úrskurði óbyggðanefndar frá árinu 2016 þar sem svæðið var flokkað sem þjóðlenda í afréttareigu Oks.

Sjálfseignarstofnunin Ok freistaði þess að hnekkja ákvæðinu og fá beinan eignarrétt yfir landinu en hluti ágreiningsins sneri að því hvort landið hefði orðið hluti af jörðinni Hrísum sem gekk á milli Reykholtskirkju og sveitarfélags.

Hæstiréttur féllst á kröfu Oks, meðal annars með vísan til þess að óbyggðanefnd hafði úrskurðað aðliggjandi jarðir, Lundartungu og Oddstaðatungu, sem eignarlönd sem hefðu verið numin í öndverðu: „Þrátt fyrir að hinar ýmsu gerðir Landnámu af landnámi á þessu svæði séu ekki að öllu leyti glöggar og samrýmanlegar verður sú ályktun dregin af þeim að allar Þóreyjartungur, sem liggja milli Flókadalsár í vestri og norðri og Syðri-Sandfellskvíslar í suðri, eins og þær hafa verið afmarkaðar í máli þessu, hafi í upphafi tilheyrt hinu víðfeðma landnámi Skalla-Gríms.“

Dómurinn klofnaði í tvennt

Tveir dómarar skiluðu sératkvæði en þau Björg Thorarensen og Benedikt Bogason, forseti Hæstaréttar, sögðu samanburð við aðliggjandi svæði ekki geta sagt alla söguna. Samanburður við aðliggjandi svæði væri því „aðeins einn af mörgum þáttum í heildarmati en kemur ekki í stað kröfu um að efnislega áþekkar heimildir séu til stuðnings eignarhaldi á samliggjandi landsvæðum“.

baldurb@mbl.is