Hús Framboð á leiguhúsnæði að minnka.
Hús Framboð á leiguhúsnæði að minnka. — Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Þúsundir heimila í landinu, eða 10,5% allra leigjenda, greiða meira en 70% af ráðstöfunartekjum sínum í leigu af íbúðarhúsnæði.

Þúsundir heimila í landinu, eða 10,5% allra leigjenda, greiða meira en 70% af ráðstöfunartekjum sínum í leigu af íbúðarhúsnæði.

Þetta kemur fram í mánaðarskýrslu hagdeildar Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar, HMS, fyrir október sem birt var í gær á vef stofnunarinnar.

Þar segir einnig að 27% leigjenda greiði meira en 50% af ráðstöfunartekjum sínum í leigu.

Ólafur Sindri Helgason, yfirhagfræðingur HMS, segir í samtali við Morgunblaðið að um það bil 32 þúsund heimili á landinu séu á leigumarkaði.

Í skýrslunni segir að merki séu um að framboð á hentugu leiguhúsnæði sé að minnka, sem að sögn Ólafs hefur áhrif á húsnæðisöryggi og samningsstöðu leigjenda. 12