Bruni Kona fannst látin eftir eldsvoða í Hafnarfirði í fyrrinótt.
Bruni Kona fannst látin eftir eldsvoða í Hafnarfirði í fyrrinótt. — Morgunblaðið/Eggert
Kona á sjötugsaldri lést í bruna sem varð í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði í fyrrinótt. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn miðlægrar rannsóknardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, sagði við mbl.

Kona á sjötugsaldri lést í bruna sem varð í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði í fyrrinótt. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn miðlægrar rannsóknardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, sagði við mbl.is í gærmorgun að bruninn væri til rannsóknar bæði hjá rannsóknar- og tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Ekkert lá fyrir um eldsupptök í gær.

Tilkynning um eldinn barst rétt fyrir klukkan tvö um nóttina. Talsverður reykur var í íbúðinni þegar slökkviliðið kom á staðinn og gekk öll vinna greiðlega í kringum eldinn. Konan fannst látin þegar að var komið. Hún bjó ein í íbúðinni.

Að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu voru engir aðrir íbúar fjölbýlishússins fluttir á slysadeild vegna eldsvoðans. Reykur barst í íbúðir þeirra en hann var minniháttar.

Viðbragðshópur Rauða krossins aðstoðaði tvær fjölskyldur við að finna gistingu vegna eldsvoðans. Þá veitti hópurinn sálrænan stuðning á vettvangi.