Listamaðurinn Sindri Leifsson og samstarfsfólk bjóða til veislu.
Listamaðurinn Sindri Leifsson og samstarfsfólk bjóða til veislu. — Morgunblaðið/Arnþór Birkisson
Myndlistarmaðurinn Sindri Leifsson opnar í kvöld, föstudag, kl. 18 sýningu í Ásmundarsal við Freyjugötu sem hann kallar „Næmi, næmi, næm“. Um er að ræða myndlistarsýningu og jafnframt matar- og skynjunarupplifun.

Myndlistarmaðurinn Sindri Leifsson opnar í kvöld, föstudag, kl. 18 sýningu í Ásmundarsal við Freyjugötu sem hann kallar „Næmi, næmi, næm“. Um er að ræða myndlistarsýningu og jafnframt matar- og skynjunarupplifun.

Sýningin samanstendur af skúlptúrum og tveimur kvöldverðarboðum þar sem áhugasömum býðst að fara í skynjunarferðalag um íslensk hráefni. Sindri, Kjartan Óli Guðmundsson, veitingamaður og vöruhönnuður, og Jóhanna Rakel Jónasdóttir, myndlistar- og tónlistarkona, hafa, eins og segir í tilkynningu, þróað í samtali sín á milli og við verkin „margrétta matseðil með það markmið að virkja sem flest skilningarvit gesta kvöldverðarboðanna. Við opnun sýningarinnar í kvöld verður boðið upp á smá forskot á sæluna, þar sem einn af réttunum mun standa öllum gestum og gangandi til boða.

Matarboðin verða haldin 23. og 30. október og má nálgast miða á þau á heimasíðu Ásmundarsalar.

Skilningarvitin virkjuð

Í tengslum við sýninguna velta listamenirnir meðal annars fyrir sér spurningum eins og hvort matur geti verið list – eða myndlist. Og matargerðarmeistararnir túlka hugarheim myndlistarmannsins og taka þátt í að skapa „heildstætt verk þar sem sýningar upplifunin verður margþætt samofið verk tveggja hugmyndaheima þar sem tæki og verkferlar myndlistarinnar eru notuð til að virkja öll skilningarvitin í gegnum mat og drykk.“