Fallegt Beltissproti eða næla sem fannst í öðru bátskumlanna.
Fallegt Beltissproti eða næla sem fannst í öðru bátskumlanna. — Ljósmynd/Antikva.
Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is „Enn ein gersemin úr bátskumlinu,“ segja fornleifafræðingarnir á Seyðisfirði um fallegan grip sem þeir fundu í bátskumli á miðvikudaginn. Þeir segja að um sé að ræða annaðhvort beltissprota eða nælu.

Guðmundur Magnússon

gudmundur@mbl.is „Enn ein gersemin úr bátskumlinu,“ segja fornleifafræðingarnir á Seyðisfirði um fallegan grip sem þeir fundu í bátskumli á miðvikudaginn. Þeir segja að um sé að ræða annaðhvort beltissprota eða nælu. Gripurinn er meira en þúsund ára gamall. Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson fornleifafræðingur telur að um beltissprota í svonefndum Borrestíl sé að ræða og segir hann eiga sér m.a. hliðstæðu í safneign British Museum.

Við uppgröftinn hafa fundist fjórar grafir frá því fyrir kristnitöku, svonefnd kuml, þar af tvö bátskuml, Annað bátskumlið geymir óvenjuríkulegar minjar. Er líklegt að þar hafi höfðingi verið grafinn í stórum báti. Fjöldi rónagla sem notaðir voru í bátinn hefur fundist í kumlinu. Báturinn hefur samkvæmt trú fornmanna átt að flytja hinn látna til nýrra heimkynna. Fleira kann að koma upp úr jörðinni áður en hlé verður í dag gert á uppgreftrinum.

Um 400 kuml hafa fundist hér á landi, þar af aðeins ellefu bátskuml. Tvö bátskuml á Seyðisfirði sæta því tíðindum.