— Morgunblaðið/Ómar
Fjármálaeftirlit Seðlabankans hefur gert athugasemdir við hvernig fyrirkomulagi á útvistun á rekstri sjóðanna var háttað. Sjóðirnir sem í hlut eiga eru Eftirlaunasjóður FÍA og Íslenski lífeyrissjóðurinn.

Fjármálaeftirlit Seðlabankans hefur gert athugasemdir við hvernig fyrirkomulagi á útvistun á rekstri sjóðanna var háttað. Sjóðirnir sem í hlut eiga eru Eftirlaunasjóður FÍA og Íslenski lífeyrissjóðurinn.

Í tilfelli beggja sjóða var athugasemd gerð við að ekki hefði með fullnægjandi hætti verið greint og metið hverjir hagsmunaárekstrar vegna útvistunar á innri endurskoðun sjóðanna til rekstraraðila gætu verið. Þá var það talið að það verklag beggja sjóða að framkvæmdastjóri þeirra sæti alla fundi endurskoðunarnefnda frá upphafi til enda stæðist ekki ákvæði laga um ársreikninga. Báðir voru sjóðirnir snupraðir fyrir að ekki eru til verkferlar vegna tilkynninga á frávikum á rekstri upplýsingakerfa þeirra.

Í tilfelli Íslenska lífeyrissjóðsins var einnig talið að viðbúnaðarumgjörð til að bregðast við mögulegum áföllum upplýsingakerfa væri ekki til staðar. Þá voru fundargerðir stjórnar sjóðsins ekki taldar nægilega ítarlegar og skort hefði á útvistunarstefnu.