Vegna greinar í Morgunblaðinu á fimmutdaginn um úrsagnir þingmanna úr þingflokkum á Alþingi er rétt að taka fram að þeir Karl Gauti Hjaltason og Ólafur Ísleifsson höfðu verið reknir úr Flokki fólksins áður en þeir lýstu sig utanflokka í desember 2018 og...

Vegna greinar í Morgunblaðinu á fimmutdaginn um úrsagnir þingmanna úr þingflokkum á Alþingi er rétt að taka fram að þeir Karl Gauti Hjaltason og Ólafur Ísleifsson höfðu verið reknir úr Flokki fólksins áður en þeir lýstu sig utanflokka í desember 2018 og gengu síðan til liðs við Miðflokkinn.

„Við höfðum hvorugur frumkvæði að eða fyrirætlanir um að yfirgefa flokkinn. Mótmæltum við fyrirhuguðum brottrekstri á fundi stjórnar flokksins,“ segir Ólafur Ísleifsson, fv. alþingismaður.

Þá er því einnig við að bæta að haustið 2009 ákváðu allir þáverandi þingmenn Borgarahreyfingarinnar; Birgitta Jónsdóttir, Margrét Tryggvadóttir og Þór Saari, að yfirgefa þingflokkinn og stofna þingflokk Hreyfingarinnar. Var þá enginn eftir í þingflokki Borgarahreyfingarinnar.

gudmundur@mbl.is