Jón Ólafsson fæddist 6. október 1869 í Sumarliðabæ í Holtum, Rang. Foreldrar hans voru hjónin Ólafur Þórðarson, f. 1829, d. 1898, bóndi þar, og Guðlaug Þórðardóttir, f. 1839, d. 1920, húsmóðir.

Jón Ólafsson fæddist 6. október 1869 í Sumarliðabæ í Holtum, Rang. Foreldrar hans voru hjónin Ólafur Þórðarson, f. 1829, d. 1898, bóndi þar, og Guðlaug Þórðardóttir, f. 1839, d. 1920, húsmóðir.

Jón lauk stýrimannaprófi 1899 frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík.

Hann var útróðrarmaður á Stokkseyri frá 16 ára aldri og sjómaður á fiskiskútum í Reykjavík. Hann var skipstjóri á þilskipum 1899-1911 og var síðan framkvæmdastjóri útgerðarfélagsins Alliance og fleiri félaga 1911-1930. Það ár var Jón skipaður bankastjóri Útvegsbankans og gegndi því starfi til æviloka.

Jón sat í bæjarstjórn Reykjavíkur 1918-1934 og var alþingismaður fyrir Íhaldsflokkinn og síðan Sjálfstæðisflokkinn frá 1927 til dánardags.

Eiginkona Jóns var Þóra Halldórsdóttir, f. 1878, d. 1950, húsmóðir. Börn þeirra voru Ólafur Helgi, f. 1905, d. 1973, Unnur, f. 1907, d. 1971, Ásta Lára, f. 1912, d. 2001, Ágústa, f. 1914, d. 2000, og Ólafía Guðlaug, f. 1919, d. 1993. Dóttir Jóns er einnig Ragnheiður, f. 1932.

Jón Ólafsson lést 3.8. 1937.